Efnaskipta- og innkirtlasérfræðingar
Stjórn Skjaldar leggur áherslu á að ekki sé mælt með einum lækni fram yfir annan þar sem upplifun fólks af læknum er einstaklingsbundin og ekki okkar að taka afstöðu til þeirra.
Efnaskipta- og innkirtlasérfræðingar á listanum eru 10 sem starfa á Íslandi um þessar mundir. Barnalæknar sem eru sérfræðingar í efnaskiptum og innkirtlalækningum og starfa hér eru 2 (sótt 18.5.2022 (http://www.landlaeknir.is/).
Vinsamlega látið vita ef þið rekist á villur eða vitið um fleiri sérfræðinga sem eiga heima á listanum skjaldkirtill.is@gmail.com.
Læknar með sérfræðingsleyfi – Efnaskipta- og innkirtlalækninga
Byggt á læknaskrá Embættis landlæknis 18. maí, 2022.
Innkirtlasérfræðingar | Staðsetning |
Arna Guðmundsdóttir | Insula, Holtasmára 1 |
Bolli Þórsson | Læknasetrið, Þönglabakka 1 |
Finnbogi Karlsson | Sjúkrahúsið á Akureyri |
Guðni Arnar Guðnason | Göngudeild innkirtla- og efnaskipta LSH |
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir | Læknasetrið, Þönglabakka 1 |
Páll Svavar Pálsson | Læknasetrið, Þönglabakka 1 |
Rafn Benediktsson | Göngudeild innkirtla- og efnaskipta LSH |
Sigríður Björnsdóttir | Hjartamiðstöðin |
Steinunn Arnardóttir | Göngudeild innkirtla- og efnaskipta LSH |
Tómas Þór Ágústsson | Göngudeild innkirtla- og efnaskipta LSH |
Barnalæknar | |
Soffía Jónasdóttir | Domus Medica |
Kolbeinn Guðmundsson | Domus Medica |
TSH (Thyroid stimulating hormone)
Aldur |
mIU/L |
> 20 ára |
0,30 – 4,20 |
>11 ára ≤ 20 ára |
0,51 – 4,30 |
>6 ára ≤ 11 ára |
0,60 – 4,48 |
>1 árs ≤ 6 ára |
0,70 – 5,97 |
>3 mán. ≤ 12 mán. |
0,73 – 8,35 |
>6 daga ≤ 3 mán. |
0,72 – 11,0 |
0-6 daga |
0,70 – 15,2 |
Þungaðar konur * |
mIU/L |
Trimester 1 |
0,1 – 2,5 |
Trimester 2 |
0,2 – 3,0 |
Trimester 3 |
0,3 – 3,0 |
* Viðmiðunarmörk fyrir þungaðar konur eru fengið úr leiðbeiningum (guidlines) The American Thyroid Association frá 2011.
Frítt T3 (Trijoðótýrónín)
FT3: Trijoðótýrónín (T3) er skjaldkirtilshormón sem gegnir mikilvægu hlutverki við stjórnun efnaskipta í líkamanum. T3 í blóði er að hluta til komið beint frá skjaldkirtli en stærri hluti er þó myndaður við afjoðun á T4 utan skjaldkirtils. Í blóði er lang stærstur hluti T3 (> 99,9%) bundinn plasmapróteinum (TBG, albúmín og transtýretíni). Aðeins lítill hluti (< 0,2%) er ópróteinbundinn, þ.e. frítt T3 (FT3) en sá hluti fer inn í frumur og er líffræðilega virkur. Magn bindipróteina hefur mikil áhrif á heildamagn T3 en ekki FT3. Mæling á FT3 gefur því betra mat á skjaldkirtilsstarfsemi heldur en T3. Helstu ábendingar: Grunur um T3-skjaldvakaeitrun (T3-thyrotoxicosis), þegar TSH er bælt en FT4 eðlilegt. Heimildir
Aldur |
pmól/L |
Fullorðnir (> 20 ára) |
3,1-6,8 |
>11 ára ≤ 20 ára |
3,9-7,7 |
>6 ára ≤ 11 ára |
3,9-8,0 |
>1 árs ≤ 6 ára |
3,7-8,5 |
>3 mán. ≤ 12 mán. |
3,3-9,0 |
>6 daga ≤ 3 mán. |
3,0-9,3 |
0-6 daga |
2,6-9,7 |
Frítt T4 (Týroxín)
FT4: Týroxín (T4) er skjaldkirtilshormón sem gegnir mikilvægu hlutverki við stjórnun efnaskipta líkamans. Myndun og seyting T4 úr skjaldkirtlinum er undir stjórn TSH. Í blóði er lang stærstur hluti T4 (> 99,9%) bundinn plasmapróteinum (TBG, albúmín og transtýretíni). Aðeins lítill hluti (< 0,02%) er ópróteinbundinn, þ.e. frítt T4 (FT4) en sá hluti fer inn í frumur og er líffræðilega virkur. Magn bindipróteina hefur mikil áhrif á heildamagn T4 en ekki FT4. Mæling á magni FT4 gefur því betra mat á skjaldkirtilsstarfsemi heldur en T4. Heimildir
Aldur |
pmól/L |
> 20 ára |
12-22 |
>11 ára ≤ 20 ára |
12,6-21 |
>6 ára ≤ 11 ára |
12,5-21,5 |
>1 árs ≤ 6 ára |
12,3-22,8 |
>3 mán. ≤ 12 mán. |
11,9-25,6 |
>6 daga ≤ 3 mán. |
11,5-28,3 |
0-6 daga |
11-32 |
Þungaðar konur |
pmól/L |
Trimester 1 |
12,1-19,6 |
Trimester 2 |
9,6-17,0 |
Trimester 3 |
8,4-15,6 |
Ferritín
Börn <1 árs |
12-330 µg/L |
Börn 1 – 6 ára |
7-60 µg/L |
Börn 6 – 12 ára |
12-100 µg/L |
Drengir 12 – 17 ára |
14-150 µg/L |
Karlar >17 ára |
30-400 µg/L |
Stúlkur 12 – 17 ára |
12-70 µg/L |
Konur >17 – 50 ára |
15-150 µg/L |
Konur >50 ára (eftir tíðahvörf) |
30-400 µg/L |
Ýmsar aðrar mælingar
D vítamín (D-25-OH): 50 – 150 nmol/L.
Glúkósa: 4,0 – 6,0 mmól/L (fastandi).
Hemóglóbín A1C (HbA1C) (Langtímasykur): 20-42 mmól/mól, 3 – 6%.
Kóbalamín (B-12): 210-800 pmól/L.
Kólesteról (HDL): Karlar: 0,8-2,1 mmól/L; Konur: 1,0-2,7 mmól/L.
Kólesteról (LDL): 1,5 – 5,2 mmól/L.
Magnesíum: 0,71 – 0,94 mmol/L.
Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs Landspítala Háskólasjúkrahús (Undir: Allar rannsóknir í stafrófsröð) https://traveler.lsh.is/focal/gaedahandbaekur/gnhsykla.nsf//0/507BD47C46FF3EC6002577DE005C2BD7
ATH: Viðmiðunarmörk geta verið breytilegar eftir rannsóknarstofum.
LDL-kólesteról
LDL-kólesteról: LDL kólesteról er stundum kallað „vonda kólesterólið“. Það er vegna þess að fylgni er á milli hás LDL-kólesteróls og hættunnar á hjartaáföllum, heilablóðfalli og fleiri sjúkdómum. Heimildir
Magnesíum

HDL kólesteról
HDL kólesteról: Kólesteról í plasma er hluti af lípópróteinum sem skiptast í 3 undirflokka og hver þeirra gegnir sínu sérstaka hlutverki. Einn undirflokkanna er HDL (eða alfa-lípóprótein) sem flytur kólesteról frá vefjum til lifrar til útskilnaðar.Lækkað HDL kólesteról er áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma og er kólesteról þess því oft mælt sérstaklega. Heimildir
B12
B12 vítamín (kóbalamín) gegnir hlutverki sem kóensím við tvö efnahvörf í mannslíkamanum, 1) umbreytingu á metýlmalónýl-CoA í succinýl-CoA, hvatað af metýlmalónýl-CoA syntasa og 2) umbreytingu á hómócysteini í metíónín, hvatað af metíónín syntasa. Við skort á vítamín B12 hækka því methylmalónat og hómócystein. Skortur á vítamíni B12 veldur truflun á DNA myndun. Skortur á vítamíni B12 veldur því að frumur skipta sér hægar og í vef þar sem frumur skipta sér hratt, verða frumur stórar og með óþroskaðan frumukjarna. Klínísk einkenni skorts á B12 vítamíni koma fram í blóði, meltingarvegi og taugakerfi. B12 vítamín fæst úr fæðu úr dýraríkinu og vöntun vegna ónógrar inntöku er sjaldgæf. Algengasta orsök B12 skorts er pernicious anemia, sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem vöntun verður á intrinsic factor sem er nauðsynlegur fyrir frásog B12 vítamíns frá þörmum. Birgðir af B12 vítamíni sem duga til 3-6 ára eru geymdar í lifrinni og B12 skortur er því lengi að þróast. Heimildir
Hemóglóbín A1C
Hemóglóbín A1C: Styrkur á HbA1c í blóði endurspeglar meðalstyrk á glúkósa síðustu 5-12 vikurnar. Hátt gildi á HbA1c er tengt aukinni áhættu á síðkomnum fylgikvillum sykursýki. Hækkun á blóðsykri veldur því að glúkósi binst við hemóglóbín og glýkósýlerað hemóglóbín hækkar. Þessi tenging milli glúkósa og hemóglóbíns er óafturkræf og glýkósýlerað hemóglóbín helst hækkað í blóði meðan rauðu blóðkornin lifa. Meðal líftími rauðra blóðkorna er 120 dagar. Þegar HbA1c er mælt er sá hluti hemóglóbíns sem er bundinn við glúkósa ákvarðaður, svokallað glýkósýlerað hemóglóbín. Heimildir
Glúkósa
Glúkósa: Glúkósi er eitt af mikilvægustu næringarefnum líkamans, sérstaklega fyrir taugavef. Hormón halda þéttni glúkósa í blóði innan þröngra marka og eru áhrif insúlíns mikilvægust. Komi ekki nægilega mikill sykur úr fæðu, myndar líkaminn hann, fyrst úr glýkógeni en síðar úr amínósýrum. Heimildir
D vítamín
D vítamín: D-vítamín, hvort heldur það er framleitt í húð eða fengið úr fæðu, er líffræðilega óvirkt en virkjast eftir tvö enzýmhvötuð efnahvörf, fyrst í lifur í 25-hýdroxývítamín D (25-OH D-vítamín) og síðan í nýrum í 1,25- díhýdroxývítamín D (1,25-OH D-vítamín). 1,25-OH D-vítamín, hið virka form D-vítamíns, stuðlar að frásogi kalks og fosfórs frá meltingarvegi sem er nauðsýnlegt fyrir myndun og viðhald eðlilegra beina. Heimildir
Ferritín
Ferritín er geymsluform járns, myndað úr apoferritíni og ferrihydroxíði. Ferritín er að mestu inni í frumum en örlítið fer út í plasma. Myndun á ferritíni eykst þegar járnmagn í líkamanum eykst. Ferritín hækkar við bólguviðbrögð í líkamanum og einnig við ýmsa illkynja sjúkdóma, t. d. lymphoma og hvítblæði. Heimildir