Samsetning Euthyrox taflna mun breytast og frá 1. maí 2020 verður eingöngu fáanleg ný samsetning af Euthyrox.

Í nýju samsetningunni hefur laktósi verið fjarlægður en mannitóli og sítrónusýru verið bætt við. Mælt er með nánu eftirliti með sjúklingum sem skipta yfir í nýju samsetninguna.

Á vef Lyfjastofnunar má finna upplýsingablað þar sem þessi breyting er ítarlega útskýrð og mun þetta bréf koma til með að fylgja öllum nýjum Euthyrox pakkningum fyrstu 3 mánuðina.

https://www.lyfjastofnun.is/utgefid-efni/frettir/breyting-a-hjalparefnum-euthyrox-levotyroxin-taflna-tekur-gildi-1.-mai-2020