Kæru meðlimir og velunnarar Skjaldar – félags um skjaldkirtilssjúkdóma.
Loksins er komið að árlegum aðalfundi félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 9. júní 2021, kl.19:30, í Safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, 109 Reykjavík.
Fyrirlesari verður Una Emilsdóttir læknir sem mun fjalla um tengsl eiturefna og heilsu manna.
Una er almennur læknir, menntuð í Kaupmannahöfn. Að loknu námi starfaði hún á taugadeild og geðdeild í Kaupmannahöfn, og síðastliðin ár á Landspítalanum og á heilsugæslu. Á námsárum sínum hreifst hún af faginu “umhverfislæknisfræði” (e. environmental and occupational medicine). Þar er fjallað um eiturefni í nærumhverfi, matvælum, snyrtivörum o.fl., en slík efni geta haft verulega mikið að segja fyrir heilsu manna. Hún hefur haldið fyrirlestra síðastliðin ár þar sem hún fjallar um mörg þessara efna, sem oftast nær eru falin og óþekkt neytendum, og tengingu þeirra við langvinna sjúkdóma, sem og mikilvægi ónæmiskerfisins og þarmaflórunnar. Hún segir að hver og einn geti tekið ábyrga afstöðu varðandi mataræði og nærumhverfi og vill koma leiðbeiningum áleiðis til áhugasamra. Una hefur haldið fyrirlestra af þessu tagi frá árinu 2015 við góðar undirtektir, verið viðmælandi í hlaðvörpum og útvarpi, skrifað greinar og pistla í m.a. Læknablaðið og fleiri smárit og þar fyrir utan verið gestahöfundur í bókinni “Máttur Matarins” sem kom út árið 2016.
Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn, frítt er fyrir félagsmenn en aðrir greiða 3000kr. fyrir aðgang og léttar veitingar.
Eftir fyrirlesturinn verður stutt kaffihlé og síðan venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
Aðeins fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.
Stjórn Skjaldar leitar nú að nýju fólki í stjórn og hvetjum við ykkur sem hafið áhuga á málefninu að taka þátt í starfinu. Ekki er nauðsynlegt að vera með skjaldkirtilssjúkdóm sjálf/ur til að taka þátt en þeir sem gefa kost á sér þurfa að vera félagsmenn og hafa greitt árgjald.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða íhugar að sækja um getur þú sent skilaboð á stjórnarmeðlimi eða sent póst á netfangið skjaldkirtill.is@gmail.com.
Ef þú hefur áhuga á að ganga í félag Skjaldar- félag um skjaldkirtilssjúkdóma er hér umsókn um aðild: https://docs.google.com/…/1FAIpQLSe0k5B8lz9…/viewform….
Félagsgjald er 2.500 kr.
Hægt er að greiða félagsgjaldið beint inn á reikning félagsins 0526-26-550500, kt. 550514-1250 en mikilvægt er að senda staðfestingu með netfangi á skjaldkirtill.is@gmail.com.
Hægt er að fara inn á eventið á facebook hér: https://www.facebook.com/events/2870609799873415/?ref=newsfeed
Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá sem flest á fundinum,
Stjórn- Skjaldar- félag um skjaldkirtilssjúkdóma
Recent Comments