Félagið skjöldur

Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir
eru skjaldkirtilssjúkdómum, með réttindagæslu og fræðslu.

Skrá mig í félagið

Félag um skjaldkirtilssjúkdóma

Félagið var stofnað 7. apríl 2014 með þann tilgang að auka vitund almennings á einkennum skjaldirtilssjúkdóma og vera vettvangur skjaldkirtilssjúklinga til að deila reynslu og auka samtakamátt. Upphaf félagsins má rekja til ‘Spjallhóps fólks með skjaldkirtilssjúkdóma’ sem er virkur á facebook en að öðru leyti eru engin formleg tengsl á milli félagsins og spjallhópsins.

Með fyrirfram þökk fyrir velvild í garð félagsins.

Skjaldkirtill.is

Þessi síða er ætluð til upplýsinga en ekki til meðhöndlunar eða í læknisfræðilegum tilgangi og eru forsvarmenn síðunnar ekki læknar eða meðferðaraðilar. Lesendur eru hvattir til að taka því sem hér birtist með gagnrýnni hugsun og leita álits læknis eða heilbrigðisstarfsmanns áður en gerðar eru breytingar á meðferð og/eða inntöku lyfja, bætiefna og vítamína.

Sjá bækling til upplýsingar um skjaldkirtilinn