Flestir hnútar sem finnast í skjaldkirtli eru góðkynja breytingar, þ.e. ekki krabbamein. Slíkir hnútar ásamt krabbameini í skjaldkirtli eru mun algengari hjá konum en körlum og er ástæðan fyrir því ekki þekkt. Horfur þeirra sem greinast með sjúkdóminn eru mjög góðar en um 96% kvenna og 91% karla eru á lífi fimm árum frá greiningu.