


Skjaldkirtill er lítill fiðrildalaga kirtill staðsettur framaná neðanverðum hálsi
Skjaldkirtillinn seytir skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er týroxín (thyroxine: T4). Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Raskanir á starfsemi skjaldkirtils eru með algengustu viðfangsefnum lækna. Það er því mikilvægt að vera vel heima í þessum sjúkdómum.

Skjaldkirtilsofvirkni
Helstu einkenni skjaldkirtilsofvirkni eru eirðarleysi, hitatilfinning og hjartsláttur. Einnig þyngdartap, þrátt fyrir aukna matarlyst. Sjúkdómurinn stafar af of mikilli framleiðslu líkamans á efnaskiptahormónunum týroxín og/eða þríjoðtýrónín en þau kallast einu nafni skjaldkirtilshormón.

Hvaða konur á að skima á meðgöngu?
Skjaldkirtilssjúkdómar eru algengir hjá konum á barneignaraldri. Oft greinast þeir á fyrsta ári eftir fæðingu. Talið er að 2-4/100 barnshafandi kvenna hafi vanstarfsemi skjaldkirtils, en 1-2/1000 barnshafandi kvenna hafi ofstarfsemi skjaldkirtils. Þeir sjúkdómar sem um ræðir eru þá oft kallaðir vanstarfsemi skjaldkirtils og ofstarfsemi skjaldkirtils. Starfsemi skjaldkirtils getur haft áhrif á t.d. frjósemi, heilsu móður á meðgöngu og heila-og taugaþroska fósturs.

Klínískar leiðbeiningar við vanstarfsemi skjaldkirtils
Mig langar til að senda inn fyrirspurn um hvort hérlendis séu ekki til klínískar leiðbeiningar fyrir ófrískar konur sem eru með vanvirkan skjaldkirtil? Þannig er að ég er ófrísk (10 vikur) með Hashimoto´´s skjaldkirtilssjúkdóm og hef tekið 200 míkró af levaxíni daglega s.l. 5 ár. TSH gildið var síðast mælt í apríl 2010 og var þá fínt. Ég fór til læknis þegar ég var komin ca. 6 vikur á leið og sagði honum stöðu mína.
Ofvirkur skjaldkirtill
Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega framan til á hálsi. Hlutverk hans er að seyta skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er thyroxin (T4): Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Ofstarfsemi í skjaldkirtli (hyperthyroidism eða thyrotoxicosis) er það ástand þegar skjaldkirtillinn seytir óhóflega miklu magni af hormónum út í blóðið. Þetta líkist því ástandi að vera í yfirgír og gefur því fólki oft mikla orku og þrek í upphafi en þetta getur auðvitað endað í yfirkeyrslu.
Recent Comments