
Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Hvað er vanvirkur skjaldkirtill og hvað er til ráða. Grein af Vísindavefnum.
Hvað er vanvirkur skjaldkirtill og hvað er til ráða. Grein af Vísindavefnum.
“Til þeirra er málið varðar”.
Stjórn Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma ályktaði á fundi sínum 18. febrúar 2019 um lyfjaskort og þjónustu við viðskiptavini heilbrigðiskerfisins.
„Stjórn Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma, átelur harðlega heilbrigðisyfirvöld og/eða lyfjainnflytjendur vegna síendurtekins skorts á nauðsynlegum lyfjum fyrir þá sem þjást af skjaldkirtilssjúkdómum.
Á undanförnum mánuðum hefur borið á því að nauðsynleg lyf, fyrir þá sem þjást af skjaldkirtilssjúkdómum, hefur skort um lengri eða skemmri tíma. Orsakar þetta óþægindi, óvissu og óöryggi hjá þeim sem á þessum lyfjum þurfa að halda. Veldur þetta kvíða og óþægindum sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Það getur ekki verið ásættanlegt að framboð lyfja sem eru í stöðugri notkun fjölmargra sjúklinga skuli ekki vera tryggt og áreiðanlegt.
Skjöldur, félag um skjaldkirtilssjúkdóma, krefst þess að heilbrigðisyfirvöld, lyfjastofnun og innflutningsaðilar þeirra lyfja sem um ræðir leggist á eitt um að koma í veg fyrir skort sem þann sem orðið hefur að undanförnu.“
Stjórn Skjaldar.
Lyfjastofnun hefur gefið út tilkynningu varðandi lyf sem er komið í stað liothyronin sem hefur ekki fengist hjá innflytjanda síðan í desember. Tilkynningin hljóðar svo:
“Óskráðu lyfin Liothyronin 20 míkróg töflur og Liothyronine Sodium 5 míkróg töflur eru ekki fáanlegar hjá innflytjandanum Distica eins og stendur. Von er á 5 míkróg töflunum aftur fljótlega. Innflytjandi hefur útvegað annað undanþágulyf, Thybon 20 Henning, sem eru 20 míkrógramma töflur sem innihalda liothyronin hýdróklóríð. Thybon 20 Henning verður birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá 1. febrúar og því er hægt að ávísa því rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfseðlar sem gefnir eru út á Liothyronin 20 míkróg gilda ekki fyrir Thybon 20 Henning.
Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.”
Hér er linkur á síðu Lyfjastofnunnar:
Kæru meðlimir og velunnarar Skjaldar – félags um skjaldkirtilssjúkdóma.
Komið er að árlegum aðalfundi félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 7. mars 2018, kl.19:30, í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12 sunnanmegin.
Fyrirlesari verður Ásdís Grasalæknir og fjallar hún um hvernig hægt er að hámarka starfssemi skjaldkirtilsins í gegnum nærandi mataræði og heilbrigðar lífsvenjur.
Farið verður yfir:
• Mikilvægi skjaldkirtils fyrir heilsu og vellíðan
• Vanvirkur vs. ofvirkur skjaldkirtill og helstu einkenni/orsakir
• Máttur næringar og náttúruefna fyrir skjaldkirtilinn
• Lækningajurtir sem koma jafnvægi á skjaldkirtil
• Áhrif streitu, hreyfingar og umhverfis á skjaldkirtil
Fyrirlesturinn er ókeypis fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 3.000, ath að posi er ekki á staðnum. Það er áhugavert fyrir aðstandendur jafnt og skjaldkirtilssjúklinga að fræðast um þessa sjúkdóma og hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna.
Eftir fyrirlesturinn verður stutt kaffihlé og síðan venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Ákvörðun félagsgjalds
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
6. Önnur mál
Fyrirlesturinn og aðalfundurinn eru opnir öllum, en aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt.
Við hvetjum ykkur sem hafið áhuga á málefninu til að taka þátt í starfinu og íhuga framboð til stjórnarsetu. Ekki er nauðsynlegt að vera með skjaldkirtilssjúkdóm sjálf/ur til að taka þátt en þeir sem gefa kost á sér þurfa að vera félagsmenn og hafa greitt árgjald.
Hefur þú áhuga á því að taka þátt í áhugaverðu félagsstarfi og langar að móta stefnu og áherslur félagsins? Þá er félagið að leita að þér! Skjöld vantar fólk til að safna fræðsluefni, þýða greinar og aðstoða við ýmis verkefni.
Reynsla af störfum innan félagasamtaka er góður kostur en ekki nauðsyn.
Þeir sem íhuga framboð vinsamlegast sendið inn fyrirspurn eða staðfestingu á netfangið skjaldkirtill.is@gmail.com, merkt ,,Framboð 2018″ fyrir 28. febrúar með helstu upplýsingum um ykkur.
Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá sem flest á fundinum,
Stjórn Skjaldar.
Kristjana Marín skrifar:
Mig langar að segja ykkur hvað Hashimoto er. Hann er mjög algengur en fáir vita af honum. Hægt er að mæla í blóðprufu hvort hann sé til staðar.
Hashimoto er sjálfsofnæmissjúkdómur sem aðallega ræðst á skjaldkirtilinn og veldur rugli á starfsemi hans og er algengasta ástæðan fyrir því að hann verði vanvirkur. Einnig getur hann ráðist á heiladingulinn, brisið, eggjastokkana og nýrnahettur. Hann getur valdið öðrum sjúkdómum eins og til dæmis sykursýki, PCOD, Addison sjúkdómi, bólgu í heiladingli og hjartasjúkdómi. Einnig getur hann valdið B12 skorti, járnskorti/járnofhleðslu, háu kólesteróli, hækkuð lifraensím og hann getur valdið fósturmissi og ófrjósemi.
Hashimoto ruglar allri eðlilegri líkamasstarfsemi. Hann getur valdið örmögnun, heilaþoku, einbeitingarskorti, verkjum í líkama, streitu, kvíða, depurð, viðkvæmni, pirringi, þyngdaraukningu eða þyngdartapi, meltingatruflun, vandamáli með gallblöðru, grunnri öndun, hárlosi, þurrki, óþoli fyrir vissum mat, vöðvabólgu, vöðvaverkjum, höfuðverki, innri skjálfta, hita eða kulda, svitaköstum, bólgnum höndum og fótum, bólgnu andliti og augnloki. Hann getur valdið svefnleysi og hann getur valdið því að þú þráir svefn allan daginn.
Fólk með Hashimoto þarf að taka inn skjaldkirtilslyf sem er í raun skjaldkirtilshormón. Mikilvægt er að fá rétta lyfið og rétta skammtinn og þá geta lyfin hjálpað starfsemi kirtils og haldið niðri einkennum en ekki er það svo gott að fólk verði hraust það sem eftir er. Hashomto er ekki læknað. Það er alltaf til staðar og getur haldið áfram að valda rugli á líkamsstarfseminni. Fólk getur liðið vel í vissan tíma og alltaf getur Hashimoto blossað upp aftur og mismunandi hversu slæmt það verður. Einkennin geta verið mismunandi og komið í pörtum. Sumir dagar geta verið góðir á meðan aðrir dagar eru slæmir. Allt er það einstaklingsbundið.
Eins og sést getur Hashimoto sjálfsofnæmissjúkdómurinn verið alvarlegur og mikilvægt er að meðhöndla hann rétt.
Kristjana Marín Ásbjörnsdóttir, lífeindafræðinemi og formaður Skjaldar félags um skjaldkirtilssjúkdóma.
Ef þú hefur áhuga á að skrá þig í félagið þá er tengill hér að neðan, félagsgjaldið er 2.500 kr. sem er millifært inn á reikning félagsins, gott að fá staðfestingu á greiðslu skjaldkirtill.is@gmail.com
Ef þú vilt styrkja félagið án aðildar er lagt inn á sama reikning, upplýsingar eru á skráningarblaðinu.
Með fyrirfram þökk fyrir velvild í garð félagsins.
Í dag er Alþjóða skjaldkirtilsdagurinn.
Til hamingju með daginn!
Í því tilefni verður Skjöldur- félag um skjaldkirtilssjúkdóma með kaffihúsahitting á Kaffi Meskí þann 30.mai kl.19.30.
Á hittinginum hefur fólk tækifæri á að hitta aðra félagsmenn ásamt hluta af stjórn Skjaldar.
Við vonumst til að félagsmenn fjölmenni og hvetjum jafnframt alla til að ganga í félagið því nauðsynlegt er að eiga öfluga rödd sem hlustað er á!
ALLIR SEM SKRÁ SIG Í FÉLAGIÐ FARA Í POTT SEM DREGIÐ VERÐUR ÚR Á KAFFIHÚSAHITTINGNUM!
VEGLEGIR VINNINGAR Í BOÐI!
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR.
STJÓRNIN.
Recent Comments