Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast.
Sjá meira
Fyrir mörgum árum greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil. Ég fór strax á lyf og hef tekið þau samviskusamlega síðan. Ég hefði alveg viljað prófa aðrar lausnir áður en ég fór að taka inn lyf en ég var bara ekkert að spá í svoleiðis hluti þá og treysti mínum lækni að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt þolinmæðisverk að hætta að taka inn lyf við vanvirkum skjaldkirtli og þegar maður er búinn að vera á þeim svona lengi eins og ég (+10 ár) þá er það nánast ógerlegt (1). En það er margt hægt að gera til að hjálpa skjaldkirtlinum að vinna sína vinnu vel hvort sem maður er að taka lyf eða ekki og eitt af því er að velja vel hvað við látum ofan í okkur.
Sjá meira
Til er sjálfsofnæmissjúkdómur sem leggst á skjaldkirtil og heitir hann Hashimoto’s sjúkdómur. Þessi sjúkdómur er algengari hjá konum en körlum (8 konur : 1 karl) og er algengast að hann greinist hjá konum á aldrinum 30–40 ára. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt og því ekki þekkt nein leið til að koma í veg fyrir hann. Þeir sem eiga ættingja sem hafa sjúkdóminn eru líklegri til að fá hann einnig. Skjaldkirtillinn situr framan á hálsinum og megin hlutverk hans er að stjórna orkuflæði líkamans, og gerir hann það með framleiðslu á svokölluðum skjaldkirtilshormónum sem hafa áhrif á efnaskiptahraða líkamans.
Sjá meira
“Það hefur verið mun auðveldara fyrir mig að fá alls konar geð og kvíðalyf en að fá aðstoð frá lækni varðandi skjaldkirtilinn minn”

Laugardaginn 27. október 2018 var birt grein í Morgunblaðinu eftir Róbert Guðfinnson athafnamann (bls.30).
Skjöldur félag um skjaldkirtilssjúkdóma þakkar Róberti Guðfinnssyni kærlega fyrir þarft og gott innlegg inn í umræðuna um skjaldkirtilssjúkdóma.
“Viljum benda á að rangt er farið með nafn Snædísar Gunnlaugsdóttur í greininni og leiðréttist það hér með.”

Recent Comments