Skjaldkirtillinn seytir skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er týroxín (thyroxine: T4). Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Raskanir á starfsemi skjaldkirtils eru með algengustu viðfangsefnum lækna. Það er því mikilvægt að vera vel heima í þessum sjúkdómum.