Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirtilinn og hlutverk hans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við vanvirkum skjaldkirtli. Vísindavefurinn.

Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið?
  • Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim?

Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tveimur mismunandi myndum, T4 (þýroxín) og T3 (þríjoðóþýrónín). Tölurnar gefa til kynna hversu margar joðjónir eru í sameindunum en til að mynda skjaldkirtilshormón er nauðsynlegt að fá nóg af steinefninu joði í fæðunni. Hitt hormónið sem skjaldkirtillinn myndar heitir kalsítónín. Skjaldkirtilshormón og kalsítónín eru bæði mjög mikilvæg.

Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins Vísindavefurinn.

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig að ef við missum hann eða hann hættir að starfa, verðum við að taka skjaldkirtilshormón það sem eftir er ævinnar.

Hvað er vanvirkur skjaldkirtill og hvað er til ráða. Grein af Vísindavefnum.

Viðtal við stjórnarkonur

Viðtal við stjórnarkonur

„Það kem­ur skýrt fram að fólk sem grein­ist fær ekki fræðslu held­ur er sent heim með pillu sem á að bjarga öllu,“ seg­ir Þór­dís Sig­fús­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Skildi, fé­lagi um skjald­kirt­ils­sjúk­dóma, um niður­stöður net­könn­un­ar sem fé­lagið gerði meðal fólks sem greinst hef­ur með sjúk­dóm­ana, aðallega van­virk­an skjald­kirt­il. Niður­stöðurn­ar ríma vel við til­finn­ingu stjórn­ar­manna um slaka þjón­ustu við þenn­an hóp sjúk­linga.

Könn­un­in var gerð meðal þátt­tak­enda í spjall­vef fólks með skjald­kirt­ils­sjúk­dóma á Face­book. Þátt tóku 434 ein­stak­ling­ar, lang­flest­ir með van­virk­an skjald­kirt­il. Þá kem­ur ekki á óvart að meg­in­hluti þeirra sem svara er kon­ur enda grein­ist aðeins einn karl­maður með skjald­kirt­ils­sjúk­dóm á móti hverj­um átta kon­um.

Niður­stöðurn­ar eru slá­andi, bæði varðandi fræðslu og þjón­ustu heil­brigðis­kerf­is­ins.

Fá litla fræðslu hjá lækni

Aðeins tæp 18% svar­enda töldu sig hafa fengið viðun­andi fræðslu um skjald­kirt­ils­sjúk­dóm sinn hjá lækni. Meiri­hluti svar­enda hafði litla sem enga fræðslu fengið en aðrir fengið fræðslu hjá vini eða á net­inu. Síðast­nefndi hóp­ur­inn er stærri en sá sem tel­ur sig hafa fengið viðun­andi fræðslu hjá lækni.

Guðrún Sveins­dótt­ir sem sit­ur í stjórn Skjald­ar með Þór­dísi seg­ir að vanda­málið með skort á fræðslu sé ekki ein­skorðað við Ísland. Það sé til dæm­is um­talað meðal sjúk­linga í Dan­mörku.

Þær Þór­dís benda á að það myndi hjálpa mikið að hafa aðgengi­legt fræðslu­efni hjá lækn­um, til dæm­is lít­inn bæk­ling. Raun­ar stend­ur til hjá fé­lag­inu að láta þýða og staðfæra dansk­an bæk­ling fyr­ir þá sem greind­ir eru með skjald­kirt­ils­sjúk­dóma og aðstand­end­ur þeirra. „Sums staðar er­lend­is eru hald­in nám­skeið eins og hald­in hafa verið fyr­ir aðra sjúk­linga­hópa hér,“ seg­ir Guðrún.

Þór­dís seg­ir að fólk bjargi sér sjálft, meðal ann­ars með leit á net­inu. Fé­lagið sé með heimasíðu og op­inn spjall­hóp á Face­book og svo sé sjálf­stæður spjall­hóp­ur á Face­book sem marg­ir fylg­ist með. Guðrún bend­ir á að fólk þurfi að sía þess­ar upp­lýs­ing­ar og nota til þess heil­brigða skyn­semi, eins og varðandi annað á net­inu. „Það eru samt meiri upp­lýs­ing­ar þarna en hjá lækn­un­um,“ seg­ir Þór­dís. Þær segja að fé­lagið hafi áhuga á að bæta upp­lýs­inga­gjöf en pen­inga­skort­ur hái starf­sem­inni.

13% ánægð með þjón­ust­una

Meira en helm­ing­ur þátt­tak­enda, eða tæp 56%, svar­ar neit­andi spurn­ingu um það hvort þeim finn­ist lækn­isþjón­usta vegna skjald­kirt­ils­sjúk­dóma vera full­nægj­andi. Aðeins tæp­um 13% finnst þjón­ust­an vera næg.

„Lækn­isþjón­ust­an er lít­il, eins og þetta sýn­ir. Við höf­um innkirtla­sér­fræðinga og heim­il­is­lækna sem sum­ir eru vel að sér um þessi mál en aðrir ekki,“ seg­ir Guðrún. Þór­dís seg­ir að þetta ástand skýrist fyrst og fremst af áhuga­leysi um skjald­kirt­ils­sjúk­dóma og trú á að auðvelt sé á lækna þá sem eru með van­virk­an skjald­kirt­il með lyfj­um. Það sé ekki reynsla þeirra sem greind­ir hafa verið.

Þór­dís nefn­ir að mik­il van­kunn­átta sé meðal lækna á sjálfsof­næm­is­sjúk­dómn­um Hashimoto sem aðallega ræðst á skjald­kirt­il­inn og veld­ur rugl­ingi á starf­semi hans og þeir geti ekki meðhöndlað hann á góðan máta. „Reynsla mín og fleiri í stjórn­inni er að auðveld­ara sé á fá ávís­un á þung­lynd­is­lyf, geðlyf og svefn­lyf en að fá lækni til að vinna með sér,“ seg­ir Þór­dís.

Ráðherra svar­ar ekki

Fé­lagið Skjöld­ur gerði heil­brigðisráðherra og land­lækni grein fyr­ir helstu niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar sl. vet­ur og óskaði eft­ir úr­bót­um. Þar var farið yfir nokk­ur af þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd og fleiri, meðal ann­ars að til bóta væri að koma upp göngu­deild í sam­starfi við innkirtla­deild Land­spít­ala. Land­lækn­ir svaraði án þess að leggja neitt ákveðið til mál­anna. Heil­brigðisráðherra hef­ur ekki svarað og er fé­lagið nú að ít­reka er­indi sitt til ráðuneyt­is hans í til­efni af alþjóðaskjald­kirt­ils­deg­in­um sem var 25. maí.

Þór­dís tel­ur að þessi viðbrögð sýni í hnot­skurn það áhuga­leysi sem fé­lagið mæti alls staðar.