Greindist með heilaæxli í sjónvarpsfréttum

Greindist með heilaæxli í sjónvarpsfréttum

Óvenjulegur tölvupóstur barst Ólafi Garðarssyni hæstaréttarlögmanni 1. febrúar klukkan 13.41. Sendandinn var Óskar Ragnarsson, maður sem Ólafur kannaðist ekkert við. Í tölvupóstinum stóð: „Sæll Ólafur. Ég er læknir, starfandi í Svíþjóð. Sá viðtal við þig í fréttum um helgina og langaði þess vegna að ná sambandi við þig. Yrði þannig þakklátur ef þú hringdir.“

Sjá meira

Ofvirkur skjaldkirtill

Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega framan til á hálsi. Hlutverk hans er að seyta skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er thyroxin (T4): Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Ofstarfsemi í skjaldkirtli (hyperthyroidism eða thyrotoxicosis) er það ástand þegar skjaldkirtillinn seytir óhóflega miklu magni af hormónum út í blóðið. Þetta líkist því ástandi að vera í yfirgír og gefur því fólki oft mikla orku og þrek í upphafi en þetta getur auðvitað endað í yfirkeyrslu.

Sjá meira

Skjaldkirtilsvanvirkni

Skjaldkirtilsvanvirkni

Vanvirkni (vanstarfsemi) í skjaldkirtli kallast einnig myxedema (spiklopi) eða hypothyroidism, og stafar af því að skjaldkirtillinn framleiðir ekki nægilega mikið af skjaldkirtilshormónunum týrósíni og þríjoðtýróníni.

Sjá meira 

Hvað er Hashimoto’s sjúkdómur?

Hvað er Hashimoto’s sjúkdómur?

Til er sjálfsofnæmissjúkdómur sem leggst á skjaldkirtil og heitir hann Hashimoto’s sjúkdómur. Þessi sjúkdómur er algengari hjá konum en körlum (8 konur : 1 karl) og er algengast að hann greinist hjá konum á aldrinum 30–40 ára. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt og því ekki þekkt nein leið til að koma í veg fyrir hann. Þeir sem eiga ættingja sem hafa sjúkdóminn eru líklegri til að fá hann einnig. Skjaldkirtillinn situr framan á hálsinum og megin hlutverk hans er að stjórna orkuflæði líkamans, og gerir hann það með framleiðslu á svokölluðum skjaldkirtilshormónum sem hafa áhrif á efnaskiptahraða líkamans.

Sjá meira