Óvirkur skjaldkirtill og meðganga?

Ég hef lengi velt einu fyrir mér, þar sem ég er með óvirkan skjaldkirtil frá fæðingu, hvort það séu miklar líkur á að mín börn verði líka með óvirkan skjaldkirtil? Meðganga mömmu minnar gekk vel þegar hún gekk með mig því ég fékk hormónana frá henni en svo eftir fæðingu var ekki allt með felldu og ekkert fannst að mér fyrr en ég var níu mánaða. Hvernig verður þetta þegar ég verð ólétt? Má ég taka lyfið? Ekki fær fóstrið neina hormóna frá mér þar sem ekki er allt í lagi, er það? Get ég átt börn þó ég sé svona? Ég er að spyrja að þessu líka af því að mig langar sjálf í barn. Á ég eftir að þurfa að gefa því pela frá fæðingu eða skilst lyfið ekki út í mjólkina? Það var líka önnur spurning. Mér var sagt að vinstri eggjastokkurinn í konum væri virkari en hægri og að eftir hver mök ætti ég að leggjast á vinstri hlið með hné uppað höku í smá tíma ef ég væri að reyna að verða ólétt. Er það hjátrú?

Sjá meira

Lúmsk ein­kenni sem skerða lífs­gæði

Lúmsk ein­kenni sem skerða lífs­gæði

„Ýmis­legt bend­ir til þess að marg­ir séu með ógreind skjald­kirt­ilsvanda­mál, eða rangt greind­ir, og þar af leiðandi ómeðhöndlaðir eða vanmeðhöndlaðir svo það veit­ir ekki af að halda utan um þenn­an hóp,“ seg­ir Ása Björg Val­geirs­dótt­ir, formaður Skjald­ar, ný­stofnaðs fé­lags um skjald­kirt­ils­sjúk­dóma.

Sjá meira

Misnota skjaldkirtilshormóna

Misnota skjaldkirtilshormóna

Skjaldkirtilshormón ganga kaupum og sölum hér á landi hjá fólki sem telur sig grennast af lyfjunum. Ung kona með vanvirkan skjaldkirtil segir mjög alvarlegt að taka slík lyf séu þau ekki nauðsynleg. Henni hafi verið boðnar háar upphæðir fyrir að selja þau sem hún fær ávísað af lækni. Dæmi eru um lífshættulegar aukaverkanir.

Sjá meira

Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi

Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi

Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast.

Sjá meira

Skjaldkirtillinn, einkenni, mataræði o.fl.

Skjaldkirtillinn, einkenni, mataræði o.fl.

Fyrir mörgum árum greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil. Ég fór strax á lyf og hef tekið þau samviskusamlega síðan. Ég hefði alveg viljað prófa aðrar lausnir áður en ég fór að taka inn lyf en ég var bara ekkert að spá í svoleiðis hluti þá og treysti mínum lækni að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt þolinmæðisverk að hætta að taka inn lyf við vanvirkum skjaldkirtli og þegar maður er búinn að vera á þeim svona lengi eins og ég (+10 ár) þá er það nánast ógerlegt (1). En það er margt hægt að gera til að hjálpa skjaldkirtlinum að vinna sína vinnu vel hvort sem maður er að taka lyf eða ekki og eitt af því er að velja vel hvað við látum ofan í okkur.

Sjá meira