“Til þeirra er málið varðar”.

Stjórn Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma ályktaði á fundi sínum 18. febrúar 2019 um lyfjaskort og þjónustu við viðskiptavini heilbrigðiskerfisins.

„Stjórn Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma, átelur harðlega heilbrigðisyfirvöld og/eða lyfjainnflytjendur vegna síendurtekins skorts á nauðsynlegum lyfjum fyrir þá sem þjást af skjaldkirtilssjúkdómum.

Á undanförnum mánuðum hefur borið á því að nauðsynleg lyf, fyrir þá sem þjást af skjaldkirtilssjúkdómum, hefur skort um lengri eða skemmri tíma. Orsakar þetta óþægindi, óvissu og óöryggi hjá þeim sem á þessum lyfjum þurfa að halda. Veldur þetta kvíða og óþægindum sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Það getur ekki verið ásættanlegt að framboð lyfja sem eru í stöðugri notkun fjölmargra sjúklinga skuli ekki vera tryggt og áreiðanlegt.

Skjöldur, félag um skjaldkirtilssjúkdóma, krefst þess að heilbrigðisyfirvöld, lyfjastofnun og innflutningsaðilar þeirra lyfja sem um ræðir leggist á eitt um að koma í veg fyrir skort sem þann sem orðið hefur að undanförnu.“

Stjórn Skjaldar.