Lyfjastofnun hefur gefið út tilkynningu varðandi lyf sem er komið í stað liothyronin sem hefur ekki fengist hjá innflytjanda síðan í desember. Tilkynningin hljóðar svo:    

“Óskráðu lyfin Liothyronin 20 míkróg töflur og Liothyronine Sodium 5 míkróg töflur eru ekki fáanlegar hjá innflytjandanum Distica eins og stendur. Von er á 5 míkróg töflunum aftur fljótlega. Innflytjandi hefur útvegað annað undanþágulyf, Thybon 20 Henning, sem eru 20 míkrógramma töflur sem innihalda liothyronin hýdróklóríð. Thybon 20 Henning verður birt í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá 1. febrúar og því er hægt að ávísa því rafrænt. Einnig geta þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænu undanþágulyfjakerfi ávísað lyfinu með undanþágulyfseðli á pappír. Lyfseðlar sem gefnir eru út á Liothyronin 20 míkróg gilda ekki fyrir Thybon 20 Henning.   

Minnt er á að almennt gildir að óskráðum lyfjum fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.”  

Hér er linkur á síðu Lyfjastofnunnar: 

https://www.lyfjastofnun.is/eftirlit/lyfjaskortur/