Skjöldur sendi inn grein í Kvennablaðið, til þess að vekja athygli á skjaldkirtilssjúkdómum og aðalfundinum þann 7. mars nk.

“Talað er um að vanvirkni í skjaldkirtli sé auðvelt að meðhöndla. Það er auðvelt að gefa fólki bara töflu og segja svo „það er ekkert að þér“ þó svo að fólk kvarti um að það sé alltaf þreytt og ómögulegt alla daga. Það er eitthvað mikið að þegar að þúsundir manna um heim allan eru sama sinnis en alltaf er sama viðmótið hjá læknum… „gildin eru normal“.

“Vanvirkni í skjaldkirtil er í flestum tilfellum vegna sjálfsofnæmissjúkdóms sem heitir Hashimoto en margir halda að vanvirkni stafi af joðskorti en það er alls ekki raunin. Joð getur einfaldlega talist hættulegt fyrir þá sem eru með sjálfsofnæmi eins og hashimoto og getur það valdið bólgum í kirtlinum sem gæti þá leitt til ofvirkni eða vanvirkni en margar rannsóknir hafa sýnt fram á þetta.”

Her er svo greinin: Skjöldur sækir í sig veðrið