Kæru meðlimir og velunnarar Skjaldar – félags um skjaldkirtilssjúkdóma.
Komið er að árlegum aðalfundi félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 7. mars 2018, kl.19:30, í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12 sunnanmegin.

Fyrirlesari verður Ásdís Grasalæknir og fjallar hún um hvernig hægt er að hámarka starfssemi skjaldkirtilsins í gegnum nærandi mataræði og heilbrigðar lífsvenjur.

Farið verður yfir:
• Mikilvægi skjaldkirtils fyrir heilsu og vellíðan
• Vanvirkur vs. ofvirkur skjaldkirtill og helstu einkenni/orsakir
• Máttur næringar og náttúruefna fyrir skjaldkirtilinn
• Lækningajurtir sem koma jafnvægi á skjaldkirtil
• Áhrif streitu, hreyfingar og umhverfis á skjaldkirtil
Fyrirlesturinn er ókeypis fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 3.000, ath að posi er ekki á staðnum. Það er áhugavert fyrir aðstandendur jafnt og skjaldkirtilssjúklinga að fræðast um þessa sjúkdóma og hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna.
Eftir fyrirlesturinn verður stutt kaffihlé og síðan venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Ákvörðun félagsgjalds
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
6. Önnur mál

Fyrirlesturinn og aðalfundurinn eru opnir öllum, en aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt.
Við hvetjum ykkur sem hafið áhuga á málefninu til að taka þátt í starfinu og íhuga framboð til stjórnarsetu. Ekki er nauðsynlegt að vera með skjaldkirtilssjúkdóm sjálf/ur til að taka þátt en þeir sem gefa kost á sér þurfa að vera félagsmenn og hafa greitt árgjald.

Hefur þú áhuga á því að taka þátt í áhugaverðu félagsstarfi og langar að móta stefnu og áherslur félagsins? Þá er félagið að leita að þér! Skjöld vantar fólk til að safna fræðsluefni, þýða greinar og aðstoða við ýmis verkefni.
Reynsla af störfum innan félagasamtaka er góður kostur en ekki nauðsyn.

Þeir sem íhuga framboð vinsamlegast sendið inn fyrirspurn eða staðfestingu á netfangið skjaldkirtill.is@gmail.com, merkt ,,Framboð 2018″ fyrir 28. febrúar með helstu upplýsingum um ykkur.

Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá sem flest á fundinum,
Stjórn Skjaldar.