Þann 4/12 2017 sendum við landlækni bréf fyrir hönd okkar, skjaldkirtilssjúklinga.
Ástæða bréfaskriftanna var m.a. að láta hann vita af óánægju þessa hóps með læknisþjónustu við skjaldkirtilssjúklinga hér á landi og kynna honum markverðustu niðurstöður úr könnuninni okkar.
Könnunina keyrðum við inni á spjallhópi fólks með skjaldkirtilssjúkdóma á Facebook en alls tóku 434 einstaklingar þátt og viljum við nota tækifærið til að þakka öllum fyrir þátttökuna.
Skildi barst síðan svar frá landlækni en svar hans má sjá hér fyrir neðan ásamt afriti af bréfi okkar til landlæknis.