Skjaldkirtilssjúkdómar eru algengir hjá konum á barneignaraldri. Oft greinast þeir á fyrsta ári eftir fæðingu. Talið er að 2-4/100 barnshafandi kvenna hafi vanstarfsemi skjaldkirtils, en 1-2/1000 barnshafandi kvenna hafi ofstarfsemi skjaldkirtils. Þeir sjúkdómar sem um ræðir eru þá oft kallaðir vanstarfsemi skjaldkirtils og ofstarfsemi skjaldkirtils. Starfsemi skjaldkirtils getur haft áhrif á t.d. frjósemi, heilsu móður á meðgöngu og heila-og taugaþroska fósturs.

Lesa meira