Mig langar til að senda inn fyrirspurn um hvort hérlendis séu ekki til klínískar leiðbeiningar fyrir ófrískar konur sem eru með vanvirkan skjaldkirtil?  Þannig er að ég er ófrísk (10 vikur) með Hashimoto´´s skjaldkirtilssjúkdóm og hef tekið 200 míkró af levaxíni daglega s.l. 5 ár. TSH gildið var síðast mælt í apríl 2010 og var þá fínt. Ég fór til læknis þegar ég var komin ca. 6 vikur á leið og sagði honum stöðu mína.

Sjá meira