Ég hef lengi velt einu fyrir mér, þar sem ég er með óvirkan skjaldkirtil frá fæðingu, hvort það séu miklar líkur á að mín börn verði líka með óvirkan skjaldkirtil? Meðganga mömmu minnar gekk vel þegar hún gekk með mig því ég fékk hormónana frá henni en svo eftir fæðingu var ekki allt með felldu og ekkert fannst að mér fyrr en ég var níu mánaða. Hvernig verður þetta þegar ég verð ólétt? Má ég taka lyfið? Ekki fær fóstrið neina hormóna frá mér þar sem ekki er allt í lagi, er það? Get ég átt börn þó ég sé svona? Ég er að spyrja að þessu líka af því að mig langar sjálf í barn. Á ég eftir að þurfa að gefa því pela frá fæðingu eða skilst lyfið ekki út í mjólkina? Það var líka önnur spurning. Mér var sagt að vinstri eggjastokkurinn í konum væri virkari en hægri og að eftir hver mök ætti ég að leggjast á vinstri hlið með hné uppað höku í smá tíma ef ég væri að reyna að verða ólétt. Er það hjátrú?

Sjá meira