Skjaldkirtillinn er staðsettur neðarlega framan til á hálsi. Hlutverk hans er að seyta skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er thyroxin (T4): Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Ofstarfsemi í skjaldkirtli (hyperthyroidism eða thyrotoxicosis) er það ástand þegar skjaldkirtillinn seytir óhóflega miklu magni af hormónum út í blóðið. Þetta líkist því ástandi að vera í yfirgír og gefur því fólki oft mikla orku og þrek í upphafi en þetta getur auðvitað endað í yfirkeyrslu.

Sjá meira