Til er sjálfsofnæmissjúkdómur sem leggst á skjaldkirtil og heitir hann Hashimoto’s sjúkdómur. Þessi sjúkdómur er algengari hjá konum en körlum (8 konur : 1 karl) og er algengast að hann greinist hjá konum á aldrinum 30–40 ára. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt og því ekki þekkt nein leið til að koma í veg fyrir hann. Þeir sem eiga ættingja sem hafa sjúkdóminn eru líklegri til að fá hann einnig. Skjaldkirtillinn situr framan á hálsinum og megin hlutverk hans er að stjórna orkuflæði líkamans, og gerir hann það með framleiðslu á svokölluðum skjaldkirtilshormónum sem hafa áhrif á efnaskiptahraða líkamans.

Sjá meira