Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið?
  • Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim?

Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tveimur mismunandi myndum, T4 (þýroxín) og T3 (þríjoðóþýrónín). Tölurnar gefa til kynna hversu margar joðjónir eru í sameindunum en til að mynda skjaldkirtilshormón er nauðsynlegt að fá nóg af steinefninu joði í fæðunni. Hitt hormónið sem skjaldkirtillinn myndar heitir kalsítónín. Skjaldkirtilshormón og kalsítónín eru bæði mjög mikilvæg.